Skólinn er byrjaður og fer vel af stað. Foreldrafélagið er líka komið úr sumarfríi og hefur hafið starfsemi sína.
Aðalfundur félagsins var haldinn þann 19. september síðastliðinn og var mun betri mæting nú en í fyrra. Á fundinum voru lög félagsins samþykkt og kosin var ný stjórn. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum.
 
 
Vorhátíð Foreldrafélags Hraunvallaskóla fór fram 9. maí, uppstigningadag, í blíðskaparveðri.
Kiddi í 8. bekk var kynnir hátíðarinnar og er óhætt að segja að hann hafi staðið sig með miklum sóma. Nemendur sem höfnuðu í 1.-3. sæti í hæfileikakeppni auk frumlegasta atriðisins komu fram á hátíðinni. Þórunn Stefánsdóttir sigurvegari söngkeppni Samfés söng eitt lag. Mikki refur og Lilli klifurmús litu við og skemmtu ungum sem öldnum áður en Mikki sofnaði á sviðinu! Að lokum leit Jón Jónsson tónlistarmaður við, flutti nokkur lög og fékk vorhátíðargesti til að hreyfa sig aðeins í takt við tónlistina!

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna á vorhátíð Foreldrafélags Hraunvallaskóla. Við erum búin að leggja inn pöntun fyrir sama veðri og hlökkum til að sjá ykkur að ári.
 
 
 
 
Hér fer í loftið ný heimasíða Foreldrafélags Hraunvallaskóla.
Við í stjórninni vonum að hún komi til með að nýtast öllum foreldrum nemenda í Hraunvallaskóla