Vorhátíð Foreldrafélags Hraunvallaskóla fór fram 9. maí, uppstigningadag, í blíðskaparveðri.
Kiddi í 8. bekk var kynnir hátíðarinnar og er óhætt að segja að hann hafi staðið sig með miklum sóma. Nemendur sem höfnuðu í 1.-3. sæti í hæfileikakeppni auk frumlegasta atriðisins komu fram á hátíðinni. Þórunn Stefánsdóttir sigurvegari söngkeppni Samfés söng eitt lag. Mikki refur og Lilli klifurmús litu við og skemmtu ungum sem öldnum áður en Mikki sofnaði á sviðinu! Að lokum leit Jón Jónsson tónlistarmaður við, flutti nokkur lög og fékk vorhátíðargesti til að hreyfa sig aðeins í takt við tónlistina!

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna á vorhátíð Foreldrafélags Hraunvallaskóla. Við erum búin að leggja inn pöntun fyrir sama veðri og hlökkum til að sjá ykkur að ári.
 
 
Hér fer í loftið ný heimasíða Foreldrafélags Hraunvallaskóla.
Við í stjórninni vonum að hún komi til með að nýtast öllum foreldrum nemenda í Hraunvallaskóla